Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 25. febrúar 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Sinisa Mihajlovic ætlaði að ráðast á eigin leikmann
Brjálaður.
Brjálaður.
Mynd: Getty Images
Sinisa Mihajlovic, þjálfari Sampdoria, kallar ekki allt ömmu sína en hann var brjálaður eftir 1-1 jafntefli gegn Genoa í grannaslag í Serie A í gærkvöldi.

Mihajlovic var brjálaður eftir að Vasco Regini gaf aukaspyrnu á hættulegum stað undir lok leiksins.

Genoa náði ekki að skora úr aukaspyrnunni en þrátt fyrir það var Mihajlovic allt annað en sáttur eftir leik.

Mihajlovic rauk inn á völl og ætlaði að ráðast á Regini en liðsfélagar hans þurftu að grípa inn í.

,,Þegar að leikmaður snýr baki í markið á ekki að brjóta svona," sagði Mihajlovic ósáttur eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner