Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fim 25. maí 2017 23:51
Mist Rúnarsdóttir
Úlfur Blandon: Gott að eiga fleiri vopn í vopnabúrinu
Úlfur var ánægður með sína leikmenn
Úlfur var ánægður með sína leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir 5-1 stórsigur á Grindavík fyrr í kvöld.

„Við erum bara ánægð með þennan leik í dag. Við lögðum upp með að eiga góðan leik í dag og það gekk eftir.“

„Gameplanið var bara að njóta þess að spila fótbolta. Skora mörk og nýta öll þessi föstu leikatriði sem við fáum í leikjum. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum og ætluðum okkur að gera eitthvað þar þannig að ég er ánægður með að hlutirnir gengu eftir,“
sagði þjálfarinn í samtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Grindavík

Valur hafði tögl og hagldir á leiknum og var komið í nokkuð þægilega 2-0 stöðu þegar Grindavík fékk dæmda vítaspyrnu. Vítið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti enda höfðu gestirnir lítið látið að sér kveða á vallarhelmingi andstæðinganna fram að þessu. Við spurðum Úlf út í vítið en honum fannst liðið sitt bregðast vel við.

„Ég sá ekki hvort að þetta var víti ef þú ert að spyrja að því. Það kom ekki neitt við okkur því að við skoruðum mark þarna í kjölfarið, bara 20 sekúndum eftir að þær voru búnar að skora. Ég held að það hafi ekki haft nein áhrif á okkar lið að fá þetta mark á okkur. Við erum með gott lið og kunnum að snúa vörn í sókn og við gerðum það,“ sagði Úlfur sem var ánægður með spilamennsku Valskvenna í leiknum.

„Mér fannst við heilt yfir vera mjög góðar. Við létum boltann rúlla vel á milli kanta og spiluðum alvöru fótbolta. Sköpuðum okkur fullt af góðum sóknum og tækifærum til þess að klára leikinn og skoruðum fimm mörk. Ég held að það séu allir bara ánægðir með þennan leik í dag.“

Valur hefur spilað nýtt leikkerfi í tveimur síðustu leikjum og við spurðum út í hugmyndina þar á bakvið.

„Við förum bara inn í þennan leik og síðustu tvo leiki með það að leiðarljósi að vinna leikina. Ef við þurfum að laga eitthvað til í okkar skipulagi eða okkar kerfi eða hvað sem við gerum. Ef það virkar, þá höldum við bara áfram. Þær eru mjög móttækilegar fyrir nýjum hlutum og það er gott að eiga fleiri vopn í vopnabúrinu heldur en eitt kerfi og við erum búin að nýta þetta vel.“

Valsarar gengu frá leiknum nokkuð snemma og Úlfur gat því leyft sér að gera breytingar fljótlega í síðari hálfleik og hvíla lykilmenn. Fyrirliðinn Margrét Lára virtist ekkert kampakát með að vera tekin af velli eftir tæplega klukkustundarleik en Úlfur segir mikilvægt að geta hvílt leikmenn í því þétta leikjaprógrammi sem er í gangi.

„Við erum í mjög þungu prógrammi og þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Við erum auðvitað að spila leiki í næstu viku sem skipta líka máli og ef ég get hvílt leikmenn og látið þá ná orkunni sinni til baka þá geri ég það. Þetta er mjög þungt prógramm núna í byrjun og við viljum halda öllum heilum,“ sagði Úlfur meðal annars.

Að lokum spurðum við Úlf um innkomu Katrínar Gylfadóttur en hún spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Valsliðið í sumar, nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám.

„Mér fannst hún mjög góð í dag og var sáttur við hennar framlag. Standið á henni er bara fínt. Hún er að koma að utan úr skóla og er búin að vera að æfa og hún kemur með gæði inn í Valsliðið.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Úlf í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner