Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 26. júní 2017 16:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Football365 
Topp tíu - Leikmenn sem fóru í verkfall til að þvinga sölu
Rojo fór í verkfall hjá Sporting Lissabon.
Rojo fór í verkfall hjá Sporting Lissabon.
Mynd: Getty Images
Payet yfirgaf West Ham á leiðinlegan hátt.
Payet yfirgaf West Ham á leiðinlegan hátt.
Mynd: Getty Images
Sterling og umboðsmaður hans bjuggu til mikinn farsa.
Sterling og umboðsmaður hans bjuggu til mikinn farsa.
Mynd: Úr einkasafni
Tevez neitaði að koma inn sem varamaður.
Tevez neitaði að koma inn sem varamaður.
Mynd: Getty Images
Gallas gerði allt til að komast frá Chelsea.
Gallas gerði allt til að komast frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Pierre van Hooijdonk.
Pierre van Hooijdonk.
Mynd: Getty Images
Nýr topp tíu listi. Nú skoðum við óánægða leikmenn sem fóru í verkfall til að fá félagaskipti.

10. Morgan Schneiderlin
Þegar allir voru að stökkva frá borði í Southampton 2014 hélt Schneiderlin að hann fengi líka að fara. En Dýrlingarnir vildu ekki selja hann.

Schneiderlin tilkynnti að hann væri ekki tilbúinn í undirbúningsleik gegn Bayer Leverkesen. Hann snéri aftur í leik gegn Liverpool í fyrstu umferð en var með hangandi haus áður en hann fékk að fara sumarið á eftir til Manchester United.

9. Sebastien Squillaci
Franski varnarmaðurinn vildi ekki spila fyrir Sevilla gegn Braga í forkeppni Meistaradeildarinnar. „Ég vissi að ef ég myndi spila gegn Braga gæti ég ekki spilað fyrir Arsenal í Meistaradeildinni," sagði Squillaci sem fékk að fara til Arsenal en fann sig alls ekki í Lundúnarliðinu.

Þegar hann var úti í kuldanum hjá Arsenal neitaði hann svo að fara annað á láni og sat út þriggja ára samning sinn.

8. Marcos Rojo
Það kom Rojo mikið á óvart þegar Louis van Gaal vildi fá sig til Manchester United 2014 en varnarmaðurinn var ákveðinn í að gera allt sem hann gæti til að láta drauminn verða að veruleika.

Umboðsmaðurinn sagði honum að vera rólegur en hann gat ekki hamið sig. Hann neitaði að vinna fyrir Sporting Lissabon.

7. Dimitri Payet
Eftir magnaða frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni og á EM 2016 skrifaði Payet undir risasamning við Wst Ham síðasta sumar. En samningurinn var ekki nóg til að halda honum ánægðum, hann var ákveðinn í að fara aftur til Marseille.

Payet sagði West Ham að hann myndi aldrei aftur sparka í bolta fyrir félagið. Þegar félagið sá ekki neinn annan kost var Payet seldur.

6. Dimitar Berbatov
Manchester United gekk erfiðlega að landa búlgarska sóknarmanninum svo hann tók til eigin ráða. Hann sagðist ekki vera í andlegu jafnvægi til að spila gegn Sunderland og var í kjölfarið sektaður af Tottenham.

Berbatov gaf sig ekki og neitað að spila gegn Chelsea umferðina á eftir. United náði rétt fyrir gluggalok að kaupa Berbatov á tæplega 30 milljónir punda.

5. Raheem Sterling
Í byrjun árs 2015 reyndi Liverpool að fá Sterling til að skrifa undir nýjan samning en hann og umboðsmaður hans höfðu aðrar hugmyndir.

Tilboðum frá Manchester City var hafnað og Sterling neitaði að fara með Liverpool í æfingaferð á undirbúningstímabilinu. Á endanum borgaði City uppsett verð fyrir enska leikmanninn.

4. Leonardo Ulloa
Fór í verkfall hjá Leicester því félagið neitaði að selja hann til Sunderland! Claudio Ranieri neitaði að selja hann til liðs sem var einnig í fallbaráttunni.

Ranieri var farinn á undan Ulloa og leikmaðurinn er enn hjá Leicester. Sunderland féll og Ulloa hlýtur að þakka fyrir að hafa ekki farið!

3. Carlos Tevez
Tevez hafði þegar gert eina tilraun til að yfirgefa Manchester City áður en hann neitaði að koma inn sem varamaður í Meistaradeildarleik gegn Bayern München í september 2011.

Roberto Mancini sagði að Tevez vildi fara frá City og leikmaðurinn var settur í bann og sektaður. Tevez taldi nóg komið og flaug heim til Argentínu.

AC Milan neitaði að borga uppsett verð fyrir Tevez sem snéri aftur í hópinn hjá City í mars. Hann skoraði fjögur mörk þegar City skákaði United í baráttunni um enska meistaratitilinn.

2. William Gallas
Franski varnarmaðurinn neitaði ekki bara að spila í undanúrslitum FA bikarsins 2006 heldur hótaði hann að skora sjálfsmark ef hann yrði neiddur til að spila gegn Manchester City í fyrsta leik tímabilsins 2006-7. Svo mikil var þrá hans til að yfirgefa Chelsea.

Þetta eru allavega skýringar Chelsea en Gallas segist ekki hafa gengið svona langt. Gallas fór til Arsenal á meðan Ashley Cole fór í öfuga átt.

1. Pierre van Hooijdonk
Sóknarmaður Nottingham Forest vildi fara í desember 1997 þegar PSV Eindhoven hafði áhuga. Knattspyrnustjórinn Dave Bassett sagði að hann mætti fara eftir tímabilið og Van Hooijdonk hjálpaði Forest að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

En eftir tímabilið setti Forest 10 milljóna punda verðmiða á hollenska leikmanninn, verðmiði sem taldist gríðarlega hár á þessum tíma. Van Hooijdon varð brjálaður, fór til Hollands og neitaði að koma til baka.
Athugasemdir
banner
banner
banner