Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 26. október 2016 11:43
Magnús Már Einarsson
Myndir: Arnar stýrði fyrstu æfingu hjá Lokeren
Mynd: Kristján Bernburg
Arnar Þór Viðarsson hefur tímabundið tekið við þjálfun Lokeren eftir að Georges Leekens var rekinn.

Arnar er fyrrum leikmaður Lokeren en hann hefur undanfarið þjálfað varalið félagsins.

Landsliðsmennirnir Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason spila með Lokeren en liðið er í 12. sæti af 16 liðum í belgísku úrvalsdeildinni. Lokeren er með tíu stig eftir tólf leiki en liðið tapaði 2-1 gegn KV Oostende á heimavelli í gærkvöldi.

Arnar gæti fengið þjálfarstöðuna hjá Lokeren til frambúðar en Rúnar Krisinsson er líka orðaður við starfið.

Hér að neðan má sjá myndir af Arnari stýra æfingu hjá Lokeren í morgun en myndirnar tók Kristján Bernburg.
Athugasemdir
banner
banner