Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 26. nóvember 2016 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: 433.is 
Jóhann Berg tognaður aftan í læri - Verður frá í mánuð
Jóhann Berg verður frá næsta mánuðinn
Jóhann Berg verður frá næsta mánuðinn
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn íslenski Jóhann Berg Guðmundsson tognaði aftan í læri er hann spilaði með Burnley gegn Mancester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikmaðurinn verður því frá í að minnsta kosti mánuð, en þetta staðfesti hann í samtali við 433.is strax að leik loknum.

Jóhann Berg hefur verið fastamaður í liði Burnley upp á síðkastið og hann var í byrjunarliðinu í dag. Hann þurfti þó að fara meiddur af velli þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum.

Dean Marney kom Burnley yfir á 14. mínútu áður en Sergio Aguero tók sig til og skoraði tvö mörk og tryggði þar með City-mönnum öll stigin í leiknum.

Jóhann Berg kom til Burnley fyrir þetta tímabil, en hann var mikið á bekknum til að byrja með. Hann hefur þó unnið sér fast sæti í byrjunarliðinu og spilað vel.

Sjá einnig:
Jóhann Berg fór meiddur út af gegn Man City
Athugasemdir
banner
banner