Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 27. desember 2017 10:31
Elvar Geir Magnússon
„Cardiff miklu veikara lið án Arons"
Aron spilar ekki næstu vikurnar.
Aron spilar ekki næstu vikurnar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er einn besti leikmaður Championship-deildarinnar að mati blaðamannsins Dominic Booth hjá Wales Online.

Aron er á meiðslalistanum hjá Cardiff eftir að hafa farið í aðgerð á ökkla og verður frá næstu 6 vikurnar eða svo. Hans var sárt saknað þegar Cardiff tapaði sínum fyrsta heimaleik í deildinni síðan í apríl þegar liðið beið lægri hlut fyrir Fulham 2-4 í gær.

Cardiff er í baráttu um að komast upp í ensku úrvalsdeildina en liðið er jafnt Bristol City að stigum í 2.-3. sæti Championship. Tvö efstu liðin munu fara beint upp og fjögur næstu lið í umspil um þriðja lausa sætið.

„Ísmaðurinn er einn af fáum landsliðsfyrirliðum sem spilar í B-deild Englands og gæði hans sjást í hverjum leik sem hann spilar. Án þess að hann sé til staðar til að verja öftustu fjóra er Cardiff mun veikara lið. Það er varla hægt að finna mann sem er betri í að vinna 50-50 baráttu og skapa skyndisóknir," segir Booth. Þá segir hann að tæknileg geta Arons sé vanmetin.

Aron hefur ekkert getað spilað fyrir Cardiff síðan í nóvember en hann fór undir hnífinn í gær. Neil Warnock, stjóri Cardiff, taldi best að Aron færi í aðgerð.

„Ég taldi best að hann færi í aðgerð og málið yrði útkljáð, sér­stak­lega vegna þess að það styttist í HM og Aron verður alltaf með það í huga. Hann var miður sín þegar ég ræddi við hann. Ég sagði honum að við þyrftum að fara þessa leið."

Warnock hyggst reyna að styrkja leikmannahóp sinn í janúarglugganum en Aron Einar hefur gefið það út að hann muni ekki spila í Championship-deildinni á næsta tímabili. Cardiff þarf því að komast upp til að ná að halda honum.

Sjá einnig:
Aron Einar fer frá Cardiff ef liðið fer ekki upp
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 46 31 4 11 89 41 +48 97
2 Ipswich Town 46 28 12 6 92 57 +35 96
3 Leeds 46 27 9 10 81 43 +38 90
4 Southampton 46 26 9 11 87 63 +24 87
5 West Brom 46 21 12 13 70 47 +23 75
6 Norwich 46 21 10 15 79 64 +15 73
7 Hull City 46 19 13 14 68 60 +8 70
8 Middlesbrough 46 20 9 17 71 62 +9 69
9 Coventry 46 17 13 16 70 59 +11 64
10 Preston NE 46 18 9 19 56 67 -11 63
11 Bristol City 46 17 11 18 53 51 +2 62
12 Cardiff City 46 19 5 22 53 70 -17 62
13 Millwall 46 16 11 19 45 55 -10 59
14 Swansea 46 15 12 19 59 65 -6 57
15 Watford 46 13 17 16 61 61 0 56
16 Sunderland 46 16 8 22 52 54 -2 56
17 Stoke City 46 15 11 20 49 60 -11 56
18 QPR 46 15 11 20 47 58 -11 56
19 Blackburn 46 14 11 21 60 74 -14 53
20 Sheff Wed 46 15 8 23 44 68 -24 53
21 Plymouth 46 13 12 21 59 70 -11 51
22 Birmingham 46 13 11 22 50 65 -15 50
23 Huddersfield 46 9 18 19 48 77 -29 45
24 Rotherham 46 5 12 29 37 89 -52 27
Athugasemdir
banner