Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mið 28. júní 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mónakó hafnar tilboði Arsenal í Lemar
Thomas Lemar - er hann á leið til Arsenal?
Thomas Lemar - er hann á leið til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Arsenal bauð 30,7 milljónir punda í Thomas Lemar, leikmann Mónakó, en þetta segir Goal. Frakklandsmeistarar Mónakó ákváðu að hafna tilboðinu frá Lundúnarfélaginu.

Mónakó hefur nú þegar selt Bernardo Silva til Manchester City í sumar og þeir vilja ekki missa of marga leikmenn.

Mónakó, sem varð franskur meistari á síðasta tímabili, unnu hug og hjörtu fótboltaunnenda um allan heim. Þeir spiluðu skemmtilegan fótbolta og auk þess sem þeir unnu franska meistaratitilinn þá komust þeir í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Nú eru mörg stórlið í Evrópu á eftir bestu leikmönnum liðsins. Kylian Mbappe er eftirsótttasti leikmaður heims, Tiemoue Bakayoko og Fabinho eru á förum, en hvað verður um Lemar?

Mónakó vill halda honum og félagið ætlar að bjóða honum nýjan samning. Hann vill sjálfur vera áfram í Frakklandi.

Arsenal ætlar ekki að gefast upp á Lemar og þeir ætla að gera annað tilboð.
Athugasemdir
banner
banner