Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mán 29. janúar 2024 10:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Lyngby: Sýnir hvaða mann Gylfi hefur að geyma
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson rifti nýverið samningi sínum við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby á meðan hann hugar að meiðslum sínum.

Gylfi hefur mikið verið meiddur síðan hann sneri aftur á fótboltavöllinn á síðasta ári eftir tveggja ára hlé.

Gylfi afþakkaði að fá laun hjá Lyngby á meðan hann er í endurhæfingu á Spáni og hefur samningi hans verið rift. Gylfi er þó með heiðursmannasamkomulag við danska félagið.

„Tæknilega séð höfum við rift samningi hans en við erum með heiðursmannasamkomulag við Gylfa. Þegar hann hefur náð að jafna sig á Spáni þá mun hann koma aftur í leikmannahóp okkar í dönsku Superliga," sagði Andreas Byder, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby, á dögunum.

Marcel Römer, fyrirliði Lyngby, hrósar Gylfa í hástert fyrir þetta athæfi sitt.

„Þetta er vel gert hjá honum," segir Römer. „Gylfi er leikmaður sem vill gefa eins mikið af sér og mögulegt er, bæði á æfingavellinum og í leikjum. Ef hann getur það ekki, þá vill hann ekki taka neitt frá félaginu."

„Þetta sýnir hvaða mann Gylfi hefur að geyma. Hann er maður sem gefur allt fyrir félagið sem hann er í. Þetta kemur mér ekki á óvart þegar þú kynnist honum og byrjar að þekkja hann."

Veit Römer hvenær Gylfi snýr aftur?

„Ég veit það ekki, við vitum það ekki."

Á þessum tímapunkti virðist það ekki líklegt að Gylfi verði með landsliðinu í umspilinu fyrir EM í mars.
Athugasemdir
banner
banner