Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
   fim 31. júlí 2014 20:48
Arnar Daði Arnarsson
Þórarinn Ingi um framhaldið: Njóta þess að vera á Þjóðhátíð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn féllu úr leik í Borgunarbikarnum eftir 5-2 tap á heimavelli gegn KR í undanúrslitum í kvöld. KR-ingar voru 2-0 yfir í hálfleik en Eyjamenn minnkuðu muninn strax í upphafi seinni hálfleiks. Lengra komust þeir ekki og KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum.

Þórarinn Ingi leikmaður ÍBV var að vonum niðurlútur eftir leikinn og svekktur með að detta úr leik. Hann var þó ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik þrátt fyrir stöðu mála í hálfleik.

,,Við erum grautfúlir að detta úr leik. Það er mikil svekkelsi og við verðum bara að læra af þessu. Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við vorum alveg með þá og við fáum færi. Þeir hinsvegar komast yfir og það er eitthvað sem við verðum að læra, það er að taka sénsinn þegar við erum með momentin með okkur. Við verðum að skora og gera þetta auðveldara fyrir okkur."

,,Verslunarmannahelgi eða ekki Verslunarmannahelgi. Mér er alveg sama. Að tapa gegn KR á heimavelli er grautfúlt og þvílíkt svekkjandi. Þetta er í annað sinn sem ég tapa í undanúrslitum í bikarnum og þetta er alltaf jafn svekkjandi. Núna þarf maður bara að njóta þess að vera á Þjóðhátíð með vinum og fjölskyldu," sagði Þórarinn Ingi að lokum.

Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner