Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. janúar 2021 12:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Watford semur við liðsfélaga Alfons (Staðfest)
Zinckernagel í leik með Bodö/Glimt gegn AC Milan.
Zinckernagel í leik með Bodö/Glimt gegn AC Milan.
Mynd: Getty Images
Watford hefur samið við danska kantmanninn Philip Zinckernagel. Hann skrifar undir fimm og hálfs árs samning við enska félagið.

Hinn 26 ára gamli Zinckernagel var síðast á mála hjá Noregsmeisturum Bodö/Glimt. Þar var hann liðsfélagi Alfons Sampsted í mögnuðu liði.

Zinckernagel spilaði heldur betur stórt hlutverk í liði Bodö/Glimt þegar liðið varð meistari á síðasta ári. Hann skoraði 19 mörk og átti 18 stoðsendingar í 28 leikjum.

Zinckernagel gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Watford í FA-bikarnum þann 9. janúar gegn Manchester United.

Watford er sem stendur í fimmta sæti Championship-deildarinnar á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner