Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 01. júlí 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Hertha Berlin fær Grujic aftur á láni frá Liverpool (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Hertha Berlin hefur náð samkomulagi við Liverpool um að fá miðjumanninn Marko Grujic áfram á láni á næsta tímabili.

Hinn 23 ára gamli Grujic skoraði fimm mörk í 22 byrjunarliðsleikjum á láni hjá Hertha Berlin á síðasta tímabili og þótti standa sig vel.

Samkvæmt frétt Sky hafði Hertha betur í baráttu gegn Frankfurt, Werder Bremen, Brighton og Atalanta um þjónustu Grujic.

Hertha Berlin mun greiða Liverpool tvær milljónir punda fyrir lánssamninginn og auk þess greiða laun Grujic.

Þá gætu 500 þúsund pund bæst við greiðsluna ef Grujic stendur sig vel á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner