Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 01. júlí 2019 16:26
Elvar Geir Magnússon
Lazaro í Inter (Staðfest)
Valentino Lazaro.
Valentino Lazaro.
Mynd: Getty Images
Inter hefur fengið til sín vængmanninn Valentino Lazaro, hann kemur frá Hertha Berlín í Þýskalandi.

Inter borgar rúmlega 20 milljónir evra fyrir þennan 23 ára leikmann sem hefur spilað tæplega 200 leiki fyrir Red Bull Salzburg og Hertha.

Lazaro á nítján landsleiki fyrir Austurríki.

Inter hafnaði í fjórða sæti ítölsku A-deildarinnar á liðnu tímabili en Antonio Conte tók við stjórnartaumunum eftir tímabilið.

Fyrr í dag staðfesti Inter að varnarmaðurinn Diego Godin væri genginn í raðir félagsins.

Nicolo Barella, miðjumaður Cagliari, hefur verið orðaður við Inter en nú segja ítalskir fjölmiðlar að hann sé á leið til Roma. Cagliari hefur tekið tilboði frá Roma í leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner