banner
   mán 01. júlí 2019 16:32
Hafliði Breiðfjörð
Liverpool selur Danny Ings á 18 milljónir punda (Staðfest)
Danny Ings hefur yfirgefið Liverpool endanlega.
Danny Ings hefur yfirgefið Liverpool endanlega.
Mynd: Getty Images
Ings í leik með Southampton í vetur.
Ings í leik með Southampton í vetur.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur gengið frá sölu á framherjanum Danny Ings til Souhtampton en kaupverðið er 18 milljónir punda með klásúlu sem gæti fært þeim tvær milljónir til viðbótar.

Ings var lánaður til Southampton í ágúst í fyrra og spilaði þar allt tímabilið. Þá skuldbatt félagið sig til að kaupa hann í lok þess tíma og gengið var frá þeim málum í dag.

Ings skoraði fjögur mörk í 25 leikjum með Liverpool en hann kom til félagsins árið 2015 og lenti tvívegis í að slíta krossband í hné eftir það.

Liverpool staðfesti söluna á Ings í dag en að sögn Liverpool Echo er kaupverðið 18 milljónir punda auk 2 milljóna í viðbót ef leikmaðurinn spilar ákveðinn fjölda leikja. Þá fær félagið einnig 20% af áframhaldandi sölu.

Viðskiptin þykja ótrúlega góð fyrir Liverpool enda keypti félagið Ings frá Burnley á 6,5 milljónir punda. Burnley á reyndar rétt á 20% af sölunni til Southampton og fær því aukagreiðslu núna.


Athugasemdir
banner
banner
banner