Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. júlí 2019 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nkoyi farinn frá Grindavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Patrick N'Koyi mun ekki leika áfram með Grindavík. Þetta sagði Túfa, þjálfari liðsins, eftir markalausa jafnteflið gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Rene Joensen fór til HB í Færeyjum og N'Koyi er líka farinn.

„Rene (Joensen) er farinn og Patrick N'koyi er farinn líka og svo erum við að missa fljótlega Jón Ingason sem er að fara í nám," sagði Túfa eftir leikinn.

N'Koyi er 29 ára gamall sóknarmaður sem ólst upp í Hollandi. Hann lék meðal annars með FC Eindhoven og Fortuna Sittard í Hollandi og einnig hefur hann leikið Rúmeníu, Skotlandi og Tælandi.

Hann leiki í deild og bikar fyrir Grindavík og skoraði hann tvö mörk í þessum leikjum.

Túfa stefnir á að styrkja Grindavíkurliðið eitthvað í glugganum sem opinn er allan mánuðinn. Grindavík er í tíunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með 11 stig.
Túfa: Draumur að fá FH aftur strax
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner