fim 02. janúar 2020 11:41
Magnús Már Einarsson
Nani segir að leikmenn hafi mætt drukknir á æfingu hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Portúgalski kantmaðurinn Nani segir að leikmenn hafi mætt drukknir á æfingar hjá Manchester United yfir jólahátíðina þegar Sir Alex Ferguson stýrði liðinu.

„Ef ég átti frí daginn eftir, þá gat ég skemmt mér, á sérstökum dögum eins og um jólin eða á gamlársdag. Öllum á Englandi er sama um það," sagði Nani.

„Á Nýársdag gátum við mætt drukknir á æfingu og þjálfaranum var sama. Hann (Sir Alex) hefur þá hlið að hann kann að eiga við leikmenn og hann hugsaði með sér, 'Þessi dagur er sérstakur, ég get ekki verið kröfuharður."

„Við höfðum æft á fullu allt árið. Þetta var skemmtilegt, við vorum afslappaðir og æfingin var öðruvísi. Við vorum að leika okkur. Ég ætl ekki að ljúga, ég hef gaman að því að fara út á lífið að skemmta mér."


Hinn 33 ára gamli Nani spilaði með Manchester United frá 2007 til 2015 en hann spilar í dag með Orlando City í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner