lau 02. janúar 2021 15:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino tekinn við PSG (Staðfest) - Upplifir drauminn
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er nýr knattspyrnustjóri PSG. Þessu greindi félagið frá á samfélagssmiðlum fyrir skemmstu.

Pochettino tekur við af Thomas Tuchel sem látinn var fara fyrir áramót vegna óviðunandi árangurs.

Pochettino er fyrrum stjóri Tottenham, Espanyol og Southampton. Fjórtán mánuðir eru síðan hann var síðast við stjórnvölinn hjá félagi og var það hjá Tottenham.

Pochettino var á árunum 2001-2003 leikmaður PSG og sagði árið 2016 að það væri draumur að stýra liðinu í framtíðinni. Ásamt því að vera leikmaður félagsins var hann á tímapunkti einnig fyrirliði liðsins.

Markmið PSG er að vinna Meistaradeildina og verður það stærsta verkefni Pochettino.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner