Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. nóvember 2020 21:45
Aksentije Milisic
Dean Martin framlengir við Selfoss (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dean Martin er búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Selfoss. Þetta tilkynnti Selfoss á Facebook síðu sinni nú í kvöld.

Dean kom Selfoss upp í Lengjudeildina í annari tilraun en liðið hafnaði í 2. sæti í 2. deildinni með einu stigi meira en Þróttur Vogum eftir að mótið var blásið af á dögunum.

Dean tók við liðinu á miðju tímabili árið 2018 en liðið féll þá úr Lengjudeildinni. Í fyrra hafnaði liðið í 3. sæti í 2. deild.

Í tilkynningu frá Selfossi í kvöld kom þetta fram:
„Dean Martin skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Dean stýrði Selfyssingum upp í Lengjudeildina í sumar en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

„Ég er mjög ánægður með það að hafa skrifað undir nýjan samning við Selfoss og ég hlakka til að taka næsta skref með liðinu. Leikmennirnir voru ótrúlegir í allt sumar þrátt fyrir erfitt og öðruvísi sumar. Þetta er frábært lið og það sama má segja um fólkið í kringum liðið,” sagði Dean eftir undirskriftina í dag.

„Það eru spennandi tímar framundan í fótboltanum á Selfossi. Við erum að fá nýja höll og glænýtt gervigras þannig aðstaðan er að verða betri og leikmennirnir hjá félaginu fá tækifæri til þess að verða enn betri."

Athugasemdir
banner
banner
banner