Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   sun 02. nóvember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Salah skoraði mark númer 250 fyrir Liverpool
Mynd: PFA
Mohamed Salah skoraði fyrra markið í 2-0 sigri Liverpool gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Egypski kóngurinn hefur legið undir gagnrýni á upphafi nýs tímabils þar sem hann fór í gegnum sex leiki í röð án þess að skora, en er núna búinn að skora í síðustu tveimur leikjum.

Markið sem hann skoraði í gærkvöldi var 250. mark hans fyrir Liverpool, en hann er á sínu níunda tímabili hjá félaginu.

„Það er góð tilfinning að skora mörk og vinna titla með þessu risastóra félagi, ég er svo stoltur að vera búinn að gera 250 mörk fyrir Liverpool," sagði Salah eftir sigurinn.

„Ég hef spilað fótbolta í mörg ár og ég myndi segja að þetta sé erfitt tímabil fyrir okkur útaf því að við erum með svo mikið af nýjum leikmönnum. Þetta eru virkilega gæðamiklir leikmenn en það tekur tíma fyrir þá að laga sig fullkomlega að leikstílnum okkar og enska boltanum. Við fengum frábæra leikmenn í sumar en misstum líka mjög góða menn þannig að við erum allir að fara í gegnum ákveðið aðlögunarferli. Þetta mun allt smella saman að lokum."

   01.11.2025 23:36
Slot: Vorum smá heppnir

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner