Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 03. september 2020 20:13
Ívan Guðjón Baldursson
Þrjár skiptingar í ensku úrvalsdeildinni (Staðfest)
Fimm skiptingar í Þýskalandi
Þessi ákvörðun hluthafa gæti komið niður á leikmönnum.
Þessi ákvörðun hluthafa gæti komið niður á leikmönnum.
Mynd: Getty Images
Eigendur úrvalsdeildarfélaga í enska boltanum komu saman í dag til að kjósa um hversu margar skiptingar verða leyfðar á næstu leiktíð.

Það hafa alltaf verið þrjár skiptingar leyfðar í úrvalsdeildinni þar til eftir Covid faraldurinn þegar þeim var fjölgað í fimm.

Áform voru uppi um að hafa áfram fimm skiptingar út næstu leiktíð en svo mun ekki vera eftir hluthafakosninguna í dag.

Leikmannahópar verða skipaðir af 18 leikmönnum á næsta tímabili. Ellefu byrjunarliðsmenn og sjö varamenn.

Þessi ákvörðun gæti leitt til aukinnar meiðslahættu og fleiri breytinga í byrjunarliðum á milli leikja þar sem leikjaplanið er ansi stíft og leikmenn munu þurfa aukna hvíld.

Þýsk félög hafa ákveðið að halda fimm skiptingum á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner