Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 04. janúar 2021 16:21
Elvar Geir Magnússon
Bjarni Þór Hafstein í Víking Ó. (Staðfest)
Bjarni Þór Hafstein skrifar undir.
Bjarni Þór Hafstein skrifar undir.
Mynd: Víkingur Ó.
Bjarni Þór Hafstein skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking Ólafsvík.

„Bjarni er tvítugur og efnilegur miðjumaður sem kemur til okkar frá Breiðabliki. Hann stundar nám við Florida Atlantic University í Bandaríkjunum en kemur til Ólafsvíkur í apríl," segir í tilkynningu Ólafsvíkurliðsins.

„Við bjóðum Bjarna hjartanlega velkominn til Ólafsvíkur."

Víkingur Ólafsvík hafnaði í níunda sæti Lengjudeildar karla á síðasta tímabili.

Ekki náðist samkomulag við Guðjón Þórðarson um að halda áfram þjálfun liðsins og var Gunnar Einarsson ráðinn í hans stað. Gunnar stefnir á að styrkja liðið með ungum íslenskum leikmönnum eins og kom fram í viðtali við hann síðasta laugardag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner