Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. janúar 2021 17:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svava Rós til Bordeaux (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir er gengin í raðir FC Bordeaux í efstu deild í Frakklandi.

Svava er 25 ára sóknarmaður sem leikið hefur með Kristianstad undanfarin ár.

Hún ákvað að skipta yfir til Frakklands eftir liðið tímabili í Svíþjóð. Bordeaux er í 3. sæti frönsku deildarinnar á eftir PSG og Lyon þegar ellefu umferðir eru búnar.

Svava er uppalin hjá Val en hefur einnig leikið með Breiðabliki á Íslandi. Hún á að baki 24 A-landsleiki. Hún hefur einnig leikið með Röa í Noregi sem atvinnukona.

„Það var mjög erfið ákvörðun að yf­ir­gefa Kristianstad, sér­stak­lega þar sem liðinu gekk virki­lega vel á síðustu leiktíð og leik­ur í Meist­ara­deild­inni á kom­andi keppn­is­tíma­bili."

„Ég hef verið í viðræðum við önn­ur lið og mér fannst þetta fínn tíma­punkt­ur til þess að taka næsta skref á mín­um ferli,"
sagði Svava í viðtali í desember.

Í Frakklandi leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með Lyon og þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir með Le Havre.


Athugasemdir
banner
banner