fös 04. september 2020 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Diangana til West Brom (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion er búið að staðfesta komu Grady Diangana til félagsins. Kantmaðurinn ungi er talinn kosta nýliða ensku úrvalsdeildarinnar allt að 18 milljónir punda, sem væri metfé fyrir West Brom.

Diangana, sem er 22 ára, skoraði átta og lagði upp sjö að láni hjá West Brom á síðustu leiktíð. Hann átti þátt í að koma félaginu upp í úrvalsdeildina og hefur Slaven Bilic miklar mætur á ungstirninu.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem West Brom bætir við sig eftir komuna upp í ensku úrvalsdeildina. Matheus Pereira, sem var einnig að láni hjá félaginu á síðustu leiktíð, var fenginn fyrir 9 milljónir punda og svo var miðvörðurinn Cedric Kipré kynntur fyrr í dag. Hann kostaði eina milljón.

Diangana er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað á miðjunni og hægri kanti.


Athugasemdir
banner
banner