fös 04. september 2020 21:20
Magnús Már Einarsson
Fjölnir fær miðjumann sem ólst upp hjá Arsenal (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fjölnir hefur fengið enska miðjumanninn Jeffrey Monakana til liðs við sig fyrir fallbaráttuna sem er framundan í Pepsi Max-deildinni.

Hinn 26 ára gamli Jeffrey ólst upp hjá Arsenal en hann hefur flakkað á milli félaga síðan þá og alls leikið með fjórtán félögum.

Jeffrey, sem á einnig ættir að rekja til Kongó, spilaði síðast með Dulwich Hamlet í ensku utandeildinni en á ferlinum hefur hann einnig leikið í ensku C og D-deildinni sem og í skosku úrvalsdeildinni og B-deildinni í Rúmeníu.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokaði á þriðjudag en félög hafa viku til að klára pappírsmál varðandi félagaskipti.

Fjölnismenn hafa núna klárað félagaskipti Jeffrey og hann er löglegur fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni á morgun.

Fjölnir fékk einnig danska miðju og varnarmanninn Nicklas Halse í sínar raðir í vikunni.

Draumaliðsdeild Eyjabita
Jeffrey er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Kemst hann í þitt lið?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner