Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. september 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ibisevic til Schalke (Staðfest) - Gefur launin til góðgerðarmála
Ibisevic hefur skorað yfir 100 mörk í þýsku deildinni.
Ibisevic hefur skorað yfir 100 mörk í þýsku deildinni.
Mynd: Getty Images
Bosníski framherjinn Vedad Ibisevic er búinn að skrifa undir eins árs samning við Schalke eftir að hafa komið til félagsins á frjálsri sölu frá Hertha Berlin.

Skömmu eftir undirskriftina hjá Schalke tilkynnti Ibisevic að hann mun gefa öll launin sín í góðgerðarstarfsemi, að undanskildum bónusgreiðslum.

Ibisevic var nokkuð eftirsóttur og staðfesti hann í samtali við Bild að hann hafi hafnað betri samningstilboðum til að spila fyrir Schalke.

Ibisevic er 36 ára gamall og skoraði 9 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Hann er goðsögn í heimalandi sínu og hefur skorað 28 mörk í 83 A-landsleikjum.

Hann hefur áður spilað fyrir PSG, Hoffenheim og Stuttgart.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner