Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. september 2020 18:11
Ívan Guðjón Baldursson
West Brom kaupir Cedric Kipre af Wigan (Staðfest)
Kipre var mikilvægur hlekkur í byrjunarliði Wigan á síðustu leiktíð.
Kipre var mikilvægur hlekkur í byrjunarliði Wigan á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, eru búnir að ganga frá kaupum á miðverðinum Cedric Kipré sem kemur eftir tveggja ára dvöl hjá Wigan.

Kipré, 23 ára, er fæddur í Frakklandi en á ættir að rekja til Fílabeinsstrandarinnar og hefur spilað einn U23 leik fyrir Afríkuþjóðina.

West Brom er talið borga eina milljón punda fyrir Kipré sem er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning.

Kipré er uppalinn hjá Paris Saint-Germain og var fenginn til Leicester árið 2014. Hann spilaði aðeins einn leik fyrir félagið og hefur síðan þá verið lykilmaður í liði Motherwell í efstu deild skoska boltans og Wigan sem féll úr Championship deildinni á síðustu leiktíð vegna mínusstiga.

Kipre er annar leikmaðurinn sem West Brom kaupir eftir að hafa farið upp um deild. Matheus Pereira, sem lék með WBA á láni á síðustu leiktíð, var keyptur í ágúst.


Athugasemdir
banner
banner
banner