Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. október 2018 18:42
Ívan Guðjón Baldursson
Nike hefur áhyggjur af ásökunum á hendur Ronaldo
Mynd: Getty Images
Tískurisinn Nike hefur áhyggjur af nauðgunarásökunum á hendur Cristiano Ronaldo og segist vera að fylgjast náið með framvindu málsins.

Ronaldo hefur verið með samning við Nike síðan 2003 en umrædd nauðgun á að hafa átt sér stað 2009.

„Við höfum miklar áhyggjur af þessum truflandi ásökunum og munum fylgjast náið með ástandinu," sagði talsmaður Nike í tölvupóstsamskiptum við The Associated Press.

Ronaldo hefur svarað þessum ásökunum fullum hálsi og heldur fram sakleysi sínu.

Sjá einnig:
Ronaldo vísar ásökunum um nauðgun á bug
Ronaldo: Nauðgun alvarlegur glæpur sem stríðir gegn öllu sem ég stend fyrir
Enginn Ronaldo í portúgalska landsliðshópnum
Juventus stendur við bakið á Ronaldo
Athugasemdir
banner