Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 03. október 2018 14:56
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo: Nauðgun alvarlegur glæpur sem stríðir gegn öllu sem ég stend fyrir
Ronaldo var með kærustu sinni meðal áhorfenda á leik Real Madrid og Young Boys í gær þar sem hann tók út leikbann.
Ronaldo var með kærustu sinni meðal áhorfenda á leik Real Madrid og Young Boys í gær þar sem hann tók út leikbann.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Juventus, ítrekar að hann neitar alfarið ásökunum um nauðgun.

Í gær var greint frá því að lögreglan í Nevada hafið tekið upp rannsókn á ný vegna ásakana bandarískrar konu, Kathryn Mayorga, sem segir að Ronaldo hafi nauðgað sér í Las Vegas árið 2009.

Ronaldo heldur fram sakleysi sínu en fjallað hefur verið um málið í Der Spiegel. Þar segir Mayorga að lögfræðingar Ronaldo hafi borgað sér fyrir að þegja yfir nauðguninni.

„Ég neita fyrir þessar ásakanir. Nauðgun er alvarlegur glæpur sem stríðir gegn öllu sem ég stend fyrir og trúi á," segir Ronaldo.

„Ég er ákveðinn í að hreinsa nafnið en neita að fæða fjölmiðlaumræðuna sem sköpuð var af fólki sem vildi koma sér á framfæri á minn kostnað."

„Ég mun því bíða rólegur eftir niðurstöðu í öllum rannsóknum."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner