Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. október 2018 13:03
Elvar Geir Magnússon
Enginn Ronaldo í portúgalska landsliðshópnum
Ronadlo er 33 ára og hefur fimm sinnum unnið gullknöttinn.
Ronadlo er 33 ára og hefur fimm sinnum unnið gullknöttinn.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Juventus, er ekki valinn í portúgalska landsliðshópinn sem leikur síðar í þessum mánuði gegn Póllandi í Þjóðadeildinni og svo vináttulandsleik gegn Skotlandi.

Ronaldo var hvíldur í landsleikjum Portúgal í september en Fernando Santos landsliðsþjálfari segir að ekkert muni hindra Ronaldo í að spila fyrir landsliðið í framtíðinni.

Fastlega má gera ráð fyrir því að Ronaldo fái frí núna í ljósi þess að hann er sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn heldur fram sakleysi sínu.

„Ég neita fyrir þessar ásakanir. Nauðgun er alvarlegur glæpur sem stríðir gegn öllu sem ég stend fyrir og trúi á," sagði Ronaldo í yfirlýsingu sem birtist í gær.

„Ég er ákveðinn í að hreinsa nafnið en neita að fæða fjölmiðlaumræðuna sem sköpuð var af fólki sem vildi koma sér á framfæri á minn kostnað. Ég mun því bíða rólegur eftir niðurstöðu í öllum rannsóknum."

Portúgal heimsækir Pólland 11. október og ferðast svo til Skotlands þar sem leikið verður gegn heimamönnum 14. október.




Athugasemdir
banner
banner