Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. október 2020 11:33
Ívan Guðjón Baldursson
Borja Mayoral hjá Roma í tvö ár (Staðfest)
Mayoral skoraði 9 mörk í 36 leikjum á síðustu leiktíð.
Mayoral skoraði 9 mörk í 36 leikjum á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
AS Roma er búið að tryggja sér spænska sóknarmanninn Borja Mayoral á tveggja ára lánssamningi.

Mayoral er 23 ára gamall og gerði 14 mörk í 69 leikjum á tveggja ára láni hjá Levante síðustu tímabil.

Mayoral er leikmaður Real Madrid og hefur skorað 7 mörk í 33 leikjum fyrir félagið. Hann hefur komið við sögu í tveimur af þremur leikjum Real á deildartímabilinu.

Mayoral þótti mesta efni spænska boltans á sínum tíma þar sem hann skoraði 29 mörk í 48 leikjum með yngri landsliðum Spánverja.

Hjá Roma mun hann berjast við Edin Dzeko um byrjunarliðssæti en hann getur einnig spilað fyrir aftan fremsta mann, og mun því einnig berjast við Henrikh Mkhitaryan og Pedro um sæti í liðinu.

Þá er Roma að lána framherjana Diego Perotti og Justin Kluivert út. Perotti fer til Tyrklands á meðan Kluivert er á leið til Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner