Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. október 2020 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Coufal kominn til West Ham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Ham United er búið að staðfesta komu tékkneska bakvarðarins Vladimir Coufal til félagsins fyrir rétt rúmlega 5 milljónir punda.

Coufal gengur í raðir West Ham eftir átta ár með Slovan Liberec og Slavia Prag í efstu deild tékkneska boltans.

Coufal er 28 ára gamall og á 8 landsleiki að baki fyrir Tékkland. Hann mun berjast við Ryan Fredericks og Ben Johnson um sæti í byrjunarliði Hamranna.

West Ham vantaði hægri bakvörð eftir að hafa misst Fredericks í meiðsli og hefur félagið fylgst með Coufal undanfarið ár.

„Við höfum verið að fylgjast með honum og höfum tekið eftir að hann býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til að vera fljótur að aðlagast enska boltanum. Tomas Soucek mun hjálpa til í aðlögunarferlinu," sagði David Moyes, stjóri West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner