Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. október 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jota farinn frá Aston Villa (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur ákveðið að leyfa spænska kantmanninum Jota að yfirgefa félagið á frjálsri sölu eftir eitt tímabil í úrvalsdeildinni.

Jota var keyptur frá Birmingham City, hatrömmu nágrannaliði Villa, fyrir um 4 milljónir punda í fyrra og skrifaði undir tveggja ára samning.

Hann fann sig ekki á sínu fyrsta úrvalsdeildartímabili. Hann byrjaði fyrstu fimm úrvalsdeildarleiki Aston Villa en Dean Smith var fljótur að missa trú á honum. Jota spilaði tvo leiki með Villa í deildabikarnum fyrr í haust en hefur nú fengið leyfi til að leita sér að nýju félagi.

Jota er 29 ára gamall og skoraði 23 mörk í 69 leikjum með Brentford í Championship deildinni. Á sínu besta tímabili gerði hann 12 mörk í 21 leik hjá Brentford, undir stjórn Dean Smith.
Athugasemdir
banner
banner
banner