lau 05. september 2020 11:15
Ívan Guðjón Baldursson
David Button kominn til West Brom (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion er búið að bæta þremur leikmönnum við sig á 24 klukkustundum eftir að markvörðurinn David Button gekk í raðir félagsins í morgun.

West Brom festi kaup á Cedric Kipre og Grady Diangana í gær og ætla nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar ekki að falla strax aftur niður í Championship.

Button er 31 árs gamall og gengur í raðir WBA eftir tvö ár sem varamarkvörður Brighton, þar sem hann spilaði tíu leiki í heildina.

Button var áður aðalmarkvörður Fulham og Brentford en hann hefur leikið fyrir ótal félög í enska deildakerfinu, þar á meðal Tottenham, Bournemouth, Shrewsbury og Plymouth Argyle.

Button skrifar undir tveggja ára samning og mun berjast við Sam Johnstone um byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner