Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. september 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milan fær Brahim Diaz að láni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AC Milan er búið að tryggja sér spænska ungstirnið Brahim Diaz að láni út tímabilið. Diaz er 21 árs og hefur spilað 21 leik fyrir yngri landslið Spánar.

Diaz ólst upp hjá Malaga en var fenginn yfir til Manchester City þegar hann var aðeins fjórtán ára gamall. Hann var í Manchester í fimm og hálft ár, allt þar til í janúar í fyrra, og spilaði 15 leiki fyrir aðalliðið áður en Real Madrid keypti hann.

Real borgaði 17 milljónir evra, sem geta orðið að 24 milljónum með árangurstengdum aukagreiðslum. Þá fær Man City 15% af næstu sölu Diaz.

Ungstirnið fékk að spila 21 leik á einu og hálfu ári hjá Real en hann skipti yfir til Spánarmeistaranna til að fá meiri spiltíma. Sú varð ekki raunin og tekur hann því stöðu Giacomo Bonaventura í leikmannahópi Milan á næstu leiktíð. Hann mun berjast við menn á borð við Hakan Calhanoglu og Lucas Paquetá um byrjunarliðssæti.


Athugasemdir
banner
banner