lau 05. september 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Miranchuk kominn til Atalanta (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Atalanta er búið að ganga frá kaupum á rússneska miðjumanninum sókndjarfa Aleksei Miranchuk.

Miranchuk kemur frá Lokomotiv Moskvu og kostar 15 milljónir evra, sem er gjafaprís fyrir leikmann sem skoraði 16 mörk og lagði upp 5 á síðustu leiktíð. Auk þess hefur Rússinn nú þegar skoraði tvö og lagt eitt upp í fjórum deildarleikjum á nýju tímabili. Hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Lokomotiv.

Miranchuk verður 25 ára í október og hefur verið lykilmaður hjá Lokomotiv frá tvítugsaldri. Hann hefur spilað yfir 200 leiki fyrir félagið auk þess að hafa gert 5 mörk í 25 A-landsleikjum með Rússlandi.

Hann mun berjast við menn á borð við Mario Pasalic, Ruslan Malinovskiy, Josip Ilicic og Papu Gomez um byrjunarliðssæti hjá Atalanta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner