Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 05. október 2021 14:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn Freyr: Var búinn að gefa Óla Jó loforð
Kristinn Freyr Sigurðsson
Kristinn Freyr Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kom til þannig að, eins og Heimir sagði í viðtali í gær, að ákveðið var að endursemja ekki við mig eftir skrítnar vikur. Þá bauðst mér það tækifæri að fara í FH og ég er mjög ánægður með þá niðurstöðu og get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Kristinn Freyr Sigurðsson.

Kiddi var að renna út á samningi hjá Val og valdi að ganga í raðir FH á dögunum. Kiddi hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar síðustu ár.

Sáttur með þá niðurstöðu að Valur vildi ekki endursemja
Kom þér á óvart að Valur hafi ekki viljað endursemja við þig?

„Já og nei. Það eru einhverjar breytingar að fara gerast þarna og það er gott og gilt. Ég er 29 ára, var í tíu ár hjá Val og ég var sjálfur farinn að hugsa hvort það væri ekki kominn tími til að breyta aðeins til og takast á við nýjar áskoranir. Ef Valur hefði viljað halda mér hefði ég sennilega átt mjög erfitt með svefn yfir ákvörðun hvort ég ætti að vera þar eða annars staðar."

„Ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu að endursemja ekki. Ákvörðunin var auðveld í framhaldinu. Ég hef verið þarna í tíu ár, hef lagt allt mitt í það verkefni og hef ekkert nema gott um klúbbinn að segja. Mér þykir vænt um fólkið í Val en nú eru nýir tímar hjá mér."


Það hefur verið fjallað um að þú ræddir við KR og Breiðablik. Af hverju varð FH fyrir valinu?

„Ég fundaði með Rúnari og Óskari en þær viðræður fóru svo sem aldrei þannig langt. Ég var búinn að lofa Óla því, hvar sem hann myndi enda, að gefa honum séns á að tala við mig. Þegar það var tilkynnt að hann yrði áfram með FH þá hafði FH strax samband við mig og þá voru hlutirnir mjög fljótir að gerast."

Mjög heillandi að vinna með Óla Jó
Hvað er það við Óla Jó sem er svona heillandi?

„Hvað er það sem er ekki heillandi við manninn? Hann er frábær þjálfari og fyrst og fremst frábær manneskja, kemur fram við leikmenn sína af virðingu. Þó að kallinn sé orðinn gamall þá er hann alltaf jafn metnaðarfullur, alltaf brosandi og lætur aðra brosa í kringum sig. Það er mjög heillandi að vinna með þannig manni," sagði Kiddi.

Nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner