Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 02. október 2021 13:19
Brynjar Ingi Erluson
Kristinn Freyr í FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir FH frá Val en þetta kemur fram í tilkynningu frá FH-ingum í dag.

Kristinn, sem er 29 ára, er uppalinn í Aftureldingu og Fjölni, en hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Fjölnismönnum áður en hann samdi við Val árið 2012.

Miðjumaðurinn knái hefur verið lykilmaður Vals síðustu níu ár, fyrir utan stutt stop hjá sænska liðinu Sundsvall árið 2017, en nú er hann mættur í Kaplakrika.

Mörg félög höfðu áhuga á því að fá hann en það var FH sem hafði vinninginn.

Kristinn á 276 leiki í deild- og bikar og hefur skorað 55 mörk fyrir Fjölni og Val.

Ólafur Jóhannesson er þjálfari FH en þeir þekkjast vel enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman hjá Val árið 2016 og 2018. Hann var valinn leikmaður ársins árið 2016.


Athugasemdir
banner
banner
banner