Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. maí 2020 15:40
Magnús Már Einarsson
Klose nýr aðstoðarþjálfari Bayern Munchen (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fyrrum framherjinn Miroslav Klose hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Bayern Munchen.

Klose verður aðstoðarmaður Hansi Flick sem tók vð Bayern af Niko Kovac í vetur.

Hinn 41 árs gamli Klose spilaði fjögur tímabil með Bayern Munchen á sínum tíma en hann hefur undanfarin tvö ár þjálfa unglingalið félagsins.

Klose lagði skóna á hilluna árið 2016 en hann er markahæstur í sögu þýska landsliðsins með 71 mark í 137 mörk. Árið 2014 vann hann HM með þýska landsliðinu en Flick var aðstoðarþjálfari þar.

„Við höfum þekkst mjög lengi eða síðan við vorum saman í landsliðinu og við treystum hvorum öðrum," sagði Klose.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner