Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 07. júní 2020 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Arnar Barðdal í HK (Staðfest)
Jón Arnar í leik með HK á dögunum.
Jón Arnar í leik með HK á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Arnar Barðdal er genginn í raðir HK og mun leika með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, staðfesti það eftir 3-1 tap gegn Breiðablik í æfingaleik á Kópavogsvelli. „Hann er búinn að skrifa undir, en félagaskiptin eiga eftir að ganga í gegn," sagði Brynjar við Fótbolta.net.

Jón Arnar er uppalinn Stjörnumaður en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með KFG.

Hinn 24 ára gamli Jón Arnar hefur á ferlinum einnig leikið með Þrótti R, Fjarðabyggð og ÍR.

Jón Arnar er fyrsti leikmaðurinn sem HK fær til sín eftir að síðasta tímabili lauk.

HK er spáð tíunda sæti Pepsi Max-deildarinnar í spá Fótbolta.net.

Komnir til HK:
Jón Arnar Barðdal frá KFG

Farnir frá HK:
Andri Jónasson í Þrótt V.
Björn Berg Bryde í Stjörnuna (Var á láni)
Brynjar Jónasson í Þrótt V.
Emil Atlason í Stjörnuna
Máni Austmann Hilmarsson í Leikni R.
Viktor Bjarki Arnarsson hættur
Brynjar Björn: Óþarfi að reka menn útaf
Athugasemdir
banner
banner