Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. nóvember 2020 17:28
Ívan Guðjón Baldursson
Baldur Sigurðsson genginn í raðir Fjölnis (Staðfest)
Baldur í leik með FH gegn Fjölni í sumar.
Baldur í leik með FH gegn Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur ráðið Baldur Sigurðsson sem spilandi aðstoðarþjálfara félagsins og mun hann því reyna fyrir sér í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

Baldur á sér ansi ríka sögu að baki í íslenska boltanum þar sem hann hefur skorað 100 mörk í 434 keppnisleikjum og hefur orðið bæði Íslands- og bikarmeistari.

Baldur er fæddur 1985 og spilaði 16 leiki með FH í sumar en þar áður var hann hjá Stjörnunni og KR. Hann hóf ferilinn með Völsungi og á einnig leiki að baki fyrir Keflavík.

Hann á 3 A-landsleiki að baki og verður mikill liðsstyrkur fyrir Fjölni sem átti ekki séns í Pepsi Max-deildina í ár og fékk aðeins 6 stig úr 18 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner