Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. febrúar 2021 17:53
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Már farinn frá Astana (Staðfest)
Rúnar Már er farinn frá Astana
Rúnar Már er farinn frá Astana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur komist að samkomulagi við Astana um að rfita samningi sínum við félagið en þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Astana í dag.

Rúnar Már er þrítugur miðjumaður sem hefur leikið með Astana síðustu tvö árin.

Hann skoraði 13 mörk og lagði upp önnur 8 í 40 leikjum fyrir félagið en hann var einn besti maður liðsins og tókst að vinna deildina í Kasakstan árið 2019 og Ofurbikarinn ári síðar.

Rúnar hefur nú komist að samkomulagi við félagið um að rifta samningnunum og tilkynnti Astana það á heimasíðu sinni í dag.

Eins og kom fram á Fótbolti.net fyrr í dag er Rúnar á leið til rúmensku meistarana í CFR Cluj og mun hann ganga frá samningum við félagið á næstu dögum.

CFR Cluj hefur sex sinnum orðið meistari í Rúmeníu frá 2008 en liðið situr nú í 2. sæti rúmensku deildarinnar með 47 stig og á leik til góða á topplið Steaua Bucharest en Cluj getur komist á toppinn í kvöld með sigri.

Rúnar á 30 leiki að baki fyrir íslenska A-landliðið og hefur þá gert 1 mark en hann var í hópnum sem fór á Evrópumótið í Frakklandi árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner