Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. júlí 2019 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aston Villa kaupir Tyrone Mings (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Tyrone Mings er genginn í raðir Aston Villa frá Bournemouth sem leikur á ný í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Talið er að kaupverðið sé 20 milljónir punda.

Mings var á láni frá hjá Villa á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að komast aftur upp í deild þeirra bestu.

Hann er uppalinn hjá Southampton en hafði spilað með Bournemouth frá árinu 2015. Tækifærin þar voru af skornum skammti og ákvað því Villa að fá hann lánaðan á síðasta tímabili.

Hann stóð sig gríðarlega vel þar og er Villa nú að tryggja sér þjónustu hans.

Hann er sjöundi leikmaðurinn sem bætist við hóp Aston Villa í sumar. Hinir leikmennirnir sem hafa komið eru Jota, Anwar El Ghazi, Kortney House, Matt Targett, Frédéric Guilbert og Wesley Moraes.



Athugasemdir
banner
banner