Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. júlí 2019 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Grindavík fær sóknarsinnaðan miðjumann frá Spáni (Staðfest)
Grindvíkingar eru að styrkja sig
Grindvíkingar eru að styrkja sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deildarlið Grindavíkur er búið að fá spænska leikmanninn Diego Diz Martinez en hann gerir samning út tímabilið.

Grindavík hefur er búið að vera í miðjumoði í deildinni í sumar en félagið hefur nú þegar misst þá Patrick N'Koyi og þá fór Rene Joensen í HB í Færeyjum.

Liðið samdi þó við spænska framherjann Oscar Manuel Conde Cruz á dögunum en hann gengur þó yfirleitt undir nafninu Primo. Nú hafa Grindvíkingar fengið til sín annan Spánverja.

Sá heitir Diego Diz Martinez og er 27 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem getur bæði spilað framarlega á miðju og út á vængnum.

Hann er fæddur í Vigo en kemur frá Bouzas sem spilar í C-deildinni á Spáni. Hann gerði 7 mörk í 37 leikjum fyrir liðið á síðustu leiktíð.

Martinez gerir samning út tímabilið og má væntanlega búast við því að Grindvíkingar fái meiri styrkingu áður en glugginn lokar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner