Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 08. júlí 2019 13:46
Magnús Már Einarsson
Sindri Björns í ÍBV á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur fengið miðjumanninn Sindra Björnsson í sínar raðir á láni frá Val.

Sindri mun hjálpa Eyjamönnum í fallbaráttunni næstu vikurnar áður en hann fer út til Bandaríkjanna til náms um miðjan ágúst.

Sindri mætti á sína fyrstu æfingu hjá ÍBV í dag en Gary Martin, fyrrum liðsfélagi hans hjá Val, sýndi frá því á Instagram.

Hinn 24 ára gamli Sindri var í námi í Bandaríkjunum síðastliðinn vetur en hann hefur byrjað einn leik með Val í Pepsi-Max deildinni í sumar.

Sindri er uppalinn hjá Leikni R. en hann gekk til liðs við Val fyrir sumarið 2016.

Samtals hefur Sindri spilað 44 leiki í Pepsi-deildinni á ferlinum en hann á að baki fimm leiki með U21 árs landsliði Íslands.

Eyjamenn eru í erfiðri stöðu á botni Pepsi Max-deildarinnar en næsti leikur liðsins er gegn FH á heimavelli á laugardaginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner