Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. júlí 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Stephan El Shaarawy til Shanghai Shenhua (Staðfest)
Stephan El Shaarawy.
Stephan El Shaarawy.
Mynd: Getty Images
Kínverska félagið Shanghai Shenhua hefur keypt framherjann Stephan El Shaarawy frá Roma á 16 milljónir evra (14,5 milljónir punda).

Shanghai Shenhua er í fallbaráttu í Kína en félagið keypti El Shaarawy til að reyna að hjálpa til við að bjarga sætinu.

Quique Sanchez Flores, fyrrum þjálfari Valencia og Watford, var þjálfari Shanghai Shenhua en hann sagði starfi sínu lausu í síðustu viku.

Hinn 26 ára gamli El Shaarawy á 23 landsleiki að baki með Ítalíu en hann kom til Roma frá AC Milan árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner