Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. júní 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Konráð Freyr aftur í Tindastól (Staðfest)
Mynd: Hanna Sím
Konráð Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Tindastóls á nýjan leik eftir að hafa gert félagaskipti til Völsungs í vetur.

Konráð hefur gegnt fyrirliðahlutverkinu hjá Stólunum undanfarin ár og ljóst að hann er mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök.

Konráð er hávaxinn og sterkur miðjumaður. Hann er fæddur árið 1995 og er því á 25. aldursári.

Konráð á að baki 120 meistaraflokksleiki fyrir Tindastól og Drangey og hefur skorað í þeim 15 mörk.

Tindastóll leikur í 3. deildinni í ár eftir að hafa fallið sannfærandi úr 2. deildinni í fyrra. Liðið er komið í 2. umferð Mjólkurbikarsisn og mætir Samherjum um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner