þri 09. júlí 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Leeds selur Pontus Jansson til Brentford (Staðfest)
Pontus Jansson er farinn frá Leeds
Pontus Jansson er farinn frá Leeds
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Brentford hefur fest kaup á sænska miðverðinum Pontus Jansson frá Leeds. Þetta þykja afar óvænt kaup hjá Brentford.

Jansson er 28 ára gamall og kom til Leeds á láni frá Torino árið 2016 áður en hann var keyptur til félagsins.

Hann hefur spilað 120 leiki fyrir félagið og verið lykilmaður í leik þeirra síðustu ár og því komu þess félagaskipti á óvart.

Brentford greiðir Leeds 5,5 milljónir punda fyrir Jansson en hann gerir þriggja ára samning með möguleika á fjórða ári.

Jansson var afar vinsæll hjá stuðningsmönnum Leeds en sænski varnarmaðurinn er sagður hafa verið í ónáðinni hjá Bielsa eftir 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í deildinni.

Jonathan Kodija meiddist í leiknum og lagðist í jörðina. Allir leikmenn Villa hægðu á sér og héldur að Tyler Roberts ætlaði að sparka boltanum af vellinum en hann ákvað í staðinn að senda hann up vænginn og úr því skoraði Mateusz Klisch.

Bielsa skipaði sínum mönnum að gefa Villa mark í staðinn en Jansson sætti sig ekki við það og reyndi að koma í veg fyrir að Villa myndi skora og eftir það sauð allt upp úr.
Athugasemdir
banner
banner
banner