fös 12. júlí 2019 12:07
Magnús Már Einarsson
Jón Daði í Millwall (Staðfest)
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Millwall hefur keypt framherjann Jón Daða Böðvarsson í sínar raðir frá Reading. Jón Daði fékk þau skilaboð á dögunum að hann mætti fara frá Reading og Millwall hefur unnið í að kaupa hann í sínar raðir undanfarna daga.

Hinn 27 ára gamli Jón Daði hefur verið hjá Reading undanfarin tvö ár en hann skoraði sjö mörk í tuttugu leikjum í Championship deildinni á síðasta tímabili.

Þar áður var Jón Daði hjá Wolves en hann er nú að fara í sitt fjórða tímabil í Championship deildinni.

„Ég hef vitað af áhuga Millwall í þónokkurn tíma. Ég er ánægður með að þetta sé loksins klárt og ég hlakka til að hitta strákana og byrja að vinna," sagði Jón Daði á heimasíðu Millwall.

„Það eru vonandi spennandi tímar framundan. Það eru frábærir leikmenn að koma til okkar og ég kann vel við hugsjón félagsins. Það er mikill metnaður fyrir komandi tímabil og framtíðina. Það er umhverfið sem ég vil vera í. Þetta er staður sem hentar mér og leikstíl mínum."

Jón Daði fer beint til Portúgal með liði Millwall í dag en liðið verður í æfingabúðum þar næstu dagana.

Millwall endaði í 21. sæti í Championship deildinni á síðasta tímabili, þremur stigum neðar en Reading.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner