Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. ágúst 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Halldór Kristinn í Reyni S. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson hefur tekið fram skóna og gengið til liðs við Reyni Sandgerði í 3. deildinni.

Hinn 32 ára gamli Halldór lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2017 með uppeldisfélagi sínu Leikni.

Halldór á 94 leiki að baki í efstu deild og 132 leiki í næstefstu deild en auk Leiknis hefur hann spilað þar með Val og Keflavík.

Í fyrra spilaði Halldór nokkra leiki með KB í 4. deildinni en hann hefur nú ákveðið að taka slaginn með Sandgerðingum út tímabilið í 3. deildinni.

Þá greinir Ásríðan frá því á Twitter að miðjumaðurinn öflugi Sigurbergur Elísson sé einnig að fara að taka fram skóna til að spila með Reyni út tímabilið.

Reynir er með fimm stiga forskot á toppi 3. deildarinnar en liðið mætir KV á mánudaginn á heimavelli.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner