Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 15. ágúst 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rafinha kominn til Olympiakos (Staðfest)
Rafinha spilaði 179 deildarleiki á tíma sínum hjá Bayern.
Rafinha spilaði 179 deildarleiki á tíma sínum hjá Bayern.
Mynd: Getty Images
Ástandið hjá brasilíska félaginu Flamengo er slæmt þó Jorge Jesus hafi leitt félagið til ýmissa titla á síðustu leiktíð og alla leið í úrslitaleik HM félagsliða gegn Liverpool.

Jesus er farinn frá félaginu til að stýra Benfica í heimalandinu og þá er miðvörðurinn Pablo Mari genginn í raðir Arsenal. Nú er annar lykilmaður félagsins farinn, í þetta sinn er það bakvörðurinn þaulreyndi Rafinha.

Rafinha er hokinn af reynslu og á um 200 leiki að baki fyrir Schalke og tæplega 300 fyrir FC Bayern. Hann verður 35 ára í september og yfirgaf Flamengo til að ganga í raðir gríska stórveldisins Olympiakos.

Þar mun hann spila með mönnum á borð við Ruben Semedo, Jose Holebas og Mathieu Valbuena en Ögmundur Kristinsson er einnig á mála hjá félaginu.

Stuðningsmenn Flamengo eru æfir út í þessa ákvörðun Rafinha og hafa hótað honum öllu illu með harðorðum skilaboðum á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner