Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. ágúst 2020 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vladimir Ivic tekinn við Watford (Staðfest)
Vladimir Ivic.
Vladimir Ivic.
Mynd: Getty Images
Watford hefur ráðið Serbann Vladimir Ivic sem nýjan aðalþjálfara. Hann mun stýra liðinu í Championship-deildinni á næstu leiktíð.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég þjálfa á Englandi og ég þarf að vera fljótur að aðlagast. Að gera það besta fyrir félagið er mjög mikilvægt fyrir mig," segir Ivic sem skrifar undir eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Hinn 43 ára gamli Ivic hætti á dögunum störfum hjá Maccabi Tel Aviv eftir að hafa orðið meistari í Ísrael í tvö ár í röð.

Watford féll úr ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði en Nigel Pearson var rekinn frá félaginu þegar tvær umferðir voru eftir.

Watford hefur núna verið með níu mismunandi þjálfari síðustu fimm árin.


Athugasemdir
banner
banner